Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 23:30 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00