Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans: „Heimurinn gæti orðið eins og árið 1900“ Sylvía Hall skrifar 5. september 2020 15:29 Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/Getty Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira