Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans: „Heimurinn gæti orðið eins og árið 1900“ Sylvía Hall skrifar 5. september 2020 15:29 Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/Getty Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira