Fjarheilbrigðisþjónustan Helgi Týr Tumason skrifar 5. september 2020 08:00 Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Seyðisfjörður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun