Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð rætast með mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Hægt er að horfa á fréttatímann með því að smella á hlekkinn hér.

Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn því. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við fjármálaráðherra í beinni útsendingu.

Stytting opnunartíma leikskóla kemur sér illa fyrir stóran hóp foreldra og hefur áhrif á jafnrétti kynjanna, samkvæmt niðurstöðum jafnréttismats sem unnið var fyrir Reykjavíkurborg. Borgarfulltrúi gagnrýnir að ekki hafi verið brugðist við matinu áður en skólar hófust að nýju. Rætt verður við formann borgarráðs Reykjavíkur um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um framgang þróunar á bóluefni við covid-19, sauðfjárslátrun sem hófst í dag og fyrsta snjó haustsins sem féll Norðaustanlands í nótt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×