Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-3 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2020 17:00 Stjarnan vann í dag mjög sterkan 2-3 sigur á Selfossi í grenjandi rigningu. Það voru Betsy Hassett, Aníta ýr og Shameeka Fishley sem skoruðu mörk Stjörnunnar, en Barbára Sól og Helena Hekla skoruðu mörk Selfyssinga. Fyrri hálfleikurinn byrjaði með látum þegar Shameeka átti flottan sprett upp kantinn og nær góðu skoti sem Kaylan ver í markinu en Betsy Hassett tók frákastið og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 22 sekúndur. Á tíundu mínútu átti Shameeka aftur góðan sprett upp kantinn og lág fyrirgjöf hennar fann Anítu Ýr sem skoraði auðveldlega og Stjarnan komin í 2-0. Það var lítið að frétta næstu mínútur og það var ekki fyrr en á 36.mínútu sem Selfoss átti aukaspyrnu við miðjuhringinn. Anna María sendi boltann inn á teig og Erin fór í skógarhlaup og hitti boltann illa þegar hún reyndi að kýla hann frá. Boltinn datt þá fyrir Barbáru sem skoraði í autt markið og leikurinn aftur orðinn spennandi. Gleði Selfyssinga varði þó stutt því á 39.mínútu átti Betsy mjög flotta sendingu inn á Shameeku sem var þá komin ein í gegn á móti Kaylan. Shameeka kórónaði flottan fyrri hálfleik sinn þá með því að renna boltanum fram hjá Kaylan og í netið. Staðan því orðin 1-3 og þannig var það þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var mjög bragðdaufur. Selfyssingar voru sterkari aðilinn allan hálfleikinn en sköpuðu þó mjög lítið af færum. Það er í rauninni lítið hægt að segja um seinni hálfleikinn nema það að Selfyssingar héldu boltanum vel en voru bitlausar á seinasta þriðjungi vallarins. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær fengu almennilegt færi þegar Magdalena átti flotta fyrirgjöf og Helena Hekla skallaði boltann í netið. Selfossstelpur fengu svo bæði hornspyrnu og aukaspyrnu á lokasekúndunum til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og Stjarnan fer með þrjú stig yfir Hellisheiðina. Þetta var í þriðja skiptið sem þessi lið mætast í sumar, en Selfoss vann fyrstu tvo leikina í Garðabænum og svo vinna Stjörnustelpur nú á Selfossi. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins, það fyrra þegar aðeins 22 sekúndur voru liðnar. Þær sköpuðu sér svo fín færi í fyrri hálfleiknum og fóru með góða 1-3 forystu inn í hálfleikinn. Selfossstelpur sköpuðu sér svo lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum og vörn Stjörnunnar stóð vel. Hverjar stóðu upp úr? Shameeka Fishley var allt í öllu í fyrri hálfleik fyrir Stjörnuna. Hún lagði upp fyrri tvö mörkin og skoraði það þriðja sjálf og skapaðist oft mikil hætta í kringum hana á hægri kantinum. Betsy Hassett átti líka góðan dag með mark og stoðsendingu og varnarlína Stjörnunnar átti góðan dag í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Enn og aftur gengur Selfyssingum illa að skapa sér færi. Þrátt fyrir að hafa verið með boltann nánast allan seinni hálfleikinn kom mjög lítið út sóknarlega hjá þeim. Selfyssingum gekk líka mjög illa að halda Shameeku í skefjum, sérstaklega í byrjun leiks og alveg þangað til Alfreð skipti um taktík strax á 12.mínútu. Hvað gerist næst? Selfyssingar fá topplið Vals í heimsókn í annað sinn á sex dögum. Þessi lið mættust á fimmtuaginn í Mjólkurbikarnum þegar Selfoss sló Valskonur út, svo það má búast við því að þær mæti í hefndarhug á Jáverk völlinn. Stjarnan á mjög erfiðal leik fyrir höndum á miðvikudaginn þegar að þær heimsækja Breiðablik í Kópavoginn. Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik í sumar og það var líka eini leikurinn sem að þær fengu á sig mark. Verkefni Stjörnunnar er því ekki öfundsvert. Alfreð Elías tekur slæma byrjun liðsins á sig.vísir/vilhelm Alfreð: Við erum ekki lengur þetta ´underdog´ lið „Ég er bara ósáttur að hafa tapað á heimavelli, það er gríðarlega svekkjandi og við eigum ekki að tapa leikjum hér,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í dag. Alfreð tók slaka byrjun liðsins á sig og sína taktík. „Við þurftum að reyna að stoppa í götin sem voru, það er 2-0 eftir 10 mínútur og ég tek það bara alfarið á mig, en við eigum að gera betur sama hvernig uppstillingin er, þetta eru stelpur sem geta spilað 100% alla leiki. Þetta er bara ein af þessum byrjunum sem að vægast sagt var hörmuleg.“ Alfreð hélt áfram og talaði þá sérstaklega um færasköpun liðsins. „Ég hélt að þetta væri að detta okkar megin þegar við fáum gott mark og staðan 2-1 en svo skora þær bara beint í kjaftinn á okkur þannig að 3-1 í hálfleik. Þrátt fyrir að við sköpuðum ágætis færi í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þó að við höfum legið mikið á þeim þá vorum við að skapa lítið.“ „Við erum alltaf að reyna að betrumbæta okkar leik og við erum að reyna að þróa okkar leik frá síðasta tímabili. Við erum ekki lengur þetta underdog lið, við eigum að vinna flest öll lið í þessari deild, mér finnst bara óhætt að segja það. Við þurfum bara að læra betur að nýta þá möguleika sem opnast og ekki alltaf að velja fyrsta möguleikann,“ sagði Alfreð. Alfreð talaði svo aðeins um næsta leik sem er gegn Valskonum. „Við fáum væntanlega dýrvitlausa Valsmenn hingað. Þær voru ósáttar að detta út úr bikarnum og eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og ég hlakka bara til. Við svekkjum okkur á þessu í dag og mætum hress og kát á æfingu eftir daginn í dag og síðan er bara leikur.“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján: Við vorum nokkuð viss með þetta, alveg þangað til á 94.mínútu „Mín fyrstu viðbrögð eru bara hvað liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og vann fyrir þeim mörkum sem þær skoruðu. Svo var það mjög sterkur varnarleikur í seinni hálfleik þar sem við vörðum teiginn okkar og áhlaupin stoppuðu þar við vítateigslínuna, og þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur nokkur horn og þess háttar þá var þetta bara virkilega vel gert hjá leikmönnunum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í dag. Eftir tvö töp gegn Selfossi á heimavelli í sumar fannst Kristjáni mjög sætt að ná í sigur á útivelli. „Já, verulega. Við breyttum aðeins áherslunum og hvernig við vildum spila á móti þeim varnarlega og það bara gekk sýnist mér prýðilega upp. Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að skora á fyrstu sekúndunum, það gefur okkur alveg gríðarlega orku.“ Kristján talaði svo um muninn á fyrri og seinni hálfleik. „Það bætti aðeins í vind og rigningu í hálfleik en ég held að það sé bara eðlilegt að Selfoss breytti aðeins áherslum hjá sér og lögðu meiri kraft í sóknarleikinn. Þær hafa alveg komið til baka í leikjum hérna áður og við vorum meðvituð um það og vissum það að við þyrftum fyrst og fremst að spila góðan varnarleik og sóknin yrði svo bara plús en það var nú fátt um sóknir hjá okkur í seinni hálfleik.“ Stjarnan hefur misst nokkra leiki niður í jafntefli í sumar og Kristján var meðvitaður um þá hættu. „Það kom upp sú hugsun undir lok leiksins að eitthvað slíkt myndi gerast en við vorum annars nokkuð viss með þetta, alveg þangað til á 94.mínútu þegar að mark tvö kemur og við gefum þeim bara boltann strax og fáum á okkur horn næstu sekúndum eftir að við tökum miðjuna. Þá hugsaði maður „nú, jæja,“ en smá þroskamerki hjá okkur og við unnum.“ Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn
Stjarnan vann í dag mjög sterkan 2-3 sigur á Selfossi í grenjandi rigningu. Það voru Betsy Hassett, Aníta ýr og Shameeka Fishley sem skoruðu mörk Stjörnunnar, en Barbára Sól og Helena Hekla skoruðu mörk Selfyssinga. Fyrri hálfleikurinn byrjaði með látum þegar Shameeka átti flottan sprett upp kantinn og nær góðu skoti sem Kaylan ver í markinu en Betsy Hassett tók frákastið og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 22 sekúndur. Á tíundu mínútu átti Shameeka aftur góðan sprett upp kantinn og lág fyrirgjöf hennar fann Anítu Ýr sem skoraði auðveldlega og Stjarnan komin í 2-0. Það var lítið að frétta næstu mínútur og það var ekki fyrr en á 36.mínútu sem Selfoss átti aukaspyrnu við miðjuhringinn. Anna María sendi boltann inn á teig og Erin fór í skógarhlaup og hitti boltann illa þegar hún reyndi að kýla hann frá. Boltinn datt þá fyrir Barbáru sem skoraði í autt markið og leikurinn aftur orðinn spennandi. Gleði Selfyssinga varði þó stutt því á 39.mínútu átti Betsy mjög flotta sendingu inn á Shameeku sem var þá komin ein í gegn á móti Kaylan. Shameeka kórónaði flottan fyrri hálfleik sinn þá með því að renna boltanum fram hjá Kaylan og í netið. Staðan því orðin 1-3 og þannig var það þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var mjög bragðdaufur. Selfyssingar voru sterkari aðilinn allan hálfleikinn en sköpuðu þó mjög lítið af færum. Það er í rauninni lítið hægt að segja um seinni hálfleikinn nema það að Selfyssingar héldu boltanum vel en voru bitlausar á seinasta þriðjungi vallarins. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær fengu almennilegt færi þegar Magdalena átti flotta fyrirgjöf og Helena Hekla skallaði boltann í netið. Selfossstelpur fengu svo bæði hornspyrnu og aukaspyrnu á lokasekúndunum til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og Stjarnan fer með þrjú stig yfir Hellisheiðina. Þetta var í þriðja skiptið sem þessi lið mætast í sumar, en Selfoss vann fyrstu tvo leikina í Garðabænum og svo vinna Stjörnustelpur nú á Selfossi. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins, það fyrra þegar aðeins 22 sekúndur voru liðnar. Þær sköpuðu sér svo fín færi í fyrri hálfleiknum og fóru með góða 1-3 forystu inn í hálfleikinn. Selfossstelpur sköpuðu sér svo lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum og vörn Stjörnunnar stóð vel. Hverjar stóðu upp úr? Shameeka Fishley var allt í öllu í fyrri hálfleik fyrir Stjörnuna. Hún lagði upp fyrri tvö mörkin og skoraði það þriðja sjálf og skapaðist oft mikil hætta í kringum hana á hægri kantinum. Betsy Hassett átti líka góðan dag með mark og stoðsendingu og varnarlína Stjörnunnar átti góðan dag í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Enn og aftur gengur Selfyssingum illa að skapa sér færi. Þrátt fyrir að hafa verið með boltann nánast allan seinni hálfleikinn kom mjög lítið út sóknarlega hjá þeim. Selfyssingum gekk líka mjög illa að halda Shameeku í skefjum, sérstaklega í byrjun leiks og alveg þangað til Alfreð skipti um taktík strax á 12.mínútu. Hvað gerist næst? Selfyssingar fá topplið Vals í heimsókn í annað sinn á sex dögum. Þessi lið mættust á fimmtuaginn í Mjólkurbikarnum þegar Selfoss sló Valskonur út, svo það má búast við því að þær mæti í hefndarhug á Jáverk völlinn. Stjarnan á mjög erfiðal leik fyrir höndum á miðvikudaginn þegar að þær heimsækja Breiðablik í Kópavoginn. Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik í sumar og það var líka eini leikurinn sem að þær fengu á sig mark. Verkefni Stjörnunnar er því ekki öfundsvert. Alfreð Elías tekur slæma byrjun liðsins á sig.vísir/vilhelm Alfreð: Við erum ekki lengur þetta ´underdog´ lið „Ég er bara ósáttur að hafa tapað á heimavelli, það er gríðarlega svekkjandi og við eigum ekki að tapa leikjum hér,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í dag. Alfreð tók slaka byrjun liðsins á sig og sína taktík. „Við þurftum að reyna að stoppa í götin sem voru, það er 2-0 eftir 10 mínútur og ég tek það bara alfarið á mig, en við eigum að gera betur sama hvernig uppstillingin er, þetta eru stelpur sem geta spilað 100% alla leiki. Þetta er bara ein af þessum byrjunum sem að vægast sagt var hörmuleg.“ Alfreð hélt áfram og talaði þá sérstaklega um færasköpun liðsins. „Ég hélt að þetta væri að detta okkar megin þegar við fáum gott mark og staðan 2-1 en svo skora þær bara beint í kjaftinn á okkur þannig að 3-1 í hálfleik. Þrátt fyrir að við sköpuðum ágætis færi í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þó að við höfum legið mikið á þeim þá vorum við að skapa lítið.“ „Við erum alltaf að reyna að betrumbæta okkar leik og við erum að reyna að þróa okkar leik frá síðasta tímabili. Við erum ekki lengur þetta underdog lið, við eigum að vinna flest öll lið í þessari deild, mér finnst bara óhætt að segja það. Við þurfum bara að læra betur að nýta þá möguleika sem opnast og ekki alltaf að velja fyrsta möguleikann,“ sagði Alfreð. Alfreð talaði svo aðeins um næsta leik sem er gegn Valskonum. „Við fáum væntanlega dýrvitlausa Valsmenn hingað. Þær voru ósáttar að detta út úr bikarnum og eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og ég hlakka bara til. Við svekkjum okkur á þessu í dag og mætum hress og kát á æfingu eftir daginn í dag og síðan er bara leikur.“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján: Við vorum nokkuð viss með þetta, alveg þangað til á 94.mínútu „Mín fyrstu viðbrögð eru bara hvað liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og vann fyrir þeim mörkum sem þær skoruðu. Svo var það mjög sterkur varnarleikur í seinni hálfleik þar sem við vörðum teiginn okkar og áhlaupin stoppuðu þar við vítateigslínuna, og þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur nokkur horn og þess háttar þá var þetta bara virkilega vel gert hjá leikmönnunum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í dag. Eftir tvö töp gegn Selfossi á heimavelli í sumar fannst Kristjáni mjög sætt að ná í sigur á útivelli. „Já, verulega. Við breyttum aðeins áherslunum og hvernig við vildum spila á móti þeim varnarlega og það bara gekk sýnist mér prýðilega upp. Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að skora á fyrstu sekúndunum, það gefur okkur alveg gríðarlega orku.“ Kristján talaði svo um muninn á fyrri og seinni hálfleik. „Það bætti aðeins í vind og rigningu í hálfleik en ég held að það sé bara eðlilegt að Selfoss breytti aðeins áherslum hjá sér og lögðu meiri kraft í sóknarleikinn. Þær hafa alveg komið til baka í leikjum hérna áður og við vorum meðvituð um það og vissum það að við þyrftum fyrst og fremst að spila góðan varnarleik og sóknin yrði svo bara plús en það var nú fátt um sóknir hjá okkur í seinni hálfleik.“ Stjarnan hefur misst nokkra leiki niður í jafntefli í sumar og Kristján var meðvitaður um þá hættu. „Það kom upp sú hugsun undir lok leiksins að eitthvað slíkt myndi gerast en við vorum annars nokkuð viss með þetta, alveg þangað til á 94.mínútu þegar að mark tvö kemur og við gefum þeim bara boltann strax og fáum á okkur horn næstu sekúndum eftir að við tökum miðjuna. Þá hugsaði maður „nú, jæja,“ en smá þroskamerki hjá okkur og við unnum.“