WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 15:04 Sjálfboðalioði tekur þátt í prófunum fyrir bóluefni í Bandaríkjunum. AP/Hans Pennink Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48