Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 12:04 Long March-2F eldflaug var notuð til að skjóta geimfarinu leynilega á loft. Þetta er ekki mynd frá því geimskoti. EPA/HOW HWEE YOUNG Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru. Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru.
Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila