Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 09:00 Ekki er að sjá nein kreppumerki í búðum, þar er rífandi gangur og Íslendingar versla nánast eins og enginn sé morgundagurinn. „Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira