Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 10:29 Heildarframboð Icelandair minnkaði um 96% á milli ára. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér.
„Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42