Lífið

Kafbátur innréttaður sem smáhýsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur frumlegt húsnæði.
Heldur betur frumlegt húsnæði.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston hjón í Martin í Nýja-Sjálandi en þau eiga gulan kafbát sem nýtist sem húsnæði.

Keith og Jen sem byggðu hús sem lítur alveg eins og út kafbátur. Húsið er smíðað úr allskyns endurnýttum hlutum og það með einum takmarki, að ná útlitinu alveg réttu.

Ekki er um að ræða gamlan kafbát, heldur hefur Keith í raun smíðað kafbátinn frá a-ö.

Hjónin eru miklir Bítlaaðdáendur og heitir því húsið að sjálfsögðu Yellow Submarine.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um húsið en þau reka gistiheimili í kafbátnum og mun hann vera vinsæll á meðal ferðamanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.