Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 12:32 Embættismaður á flugvellinum í Abu Dhabi stendur við dyr flugvélarinnar eftir að henni var lent. AP/Nir Elias Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira