Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:00 Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin. Vísir/Getty Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn.
Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40