Léttum kolefnissporið, prentum innanlands Kristjana Guðbrandsdóttir, Guðrún Birna Jörgensen og Georg Páll Skúlason skrifa 28. ágúst 2020 16:15 Íslensk prentfyrirtæki eru brautryðjendur í umhverfismálum en þrátt fyrir það færist prentun í stórauknum mæli út fyrir landsteinana. Ríkisfyrirtæki og stofnanir prenta reglulega gögn og bækur í erlendum prentsmiðjum og taka lægsta tilboði þrátt fyrir þyngra kolefnisspor. Þá bera bæði fyrirtæki og stofnanir fyrir sig umverfisvernd þegar skorið er niður í prentun á fræðslu- eða markaðsefni. Þetta er þarft umfjöllunarefni enda byggir ákvarðanataka fyrirtækja og stjórnvalda stundum á sleggjudómum um pappírs- og prentiðnað. Þungt kolefnisspor Árið 2016 reiknaði Efla verkfræðistofa kolefnisspor stærstu prentsmiðju landsins. Útreikningarnir sýndu meðal annars að bók sem er prentuð hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352% þyngra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi. Hlutur raforkunotkunar er veigamikill þáttur í kolefnissporinu í þeim löndum þar sem raforkan er ekki framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum og þá skiptir flutningavegalengd miklu máli. Innflutningur á tilbúinni bók vegur allt að 24% af heildarkolefnisspori bókar, og fer eftir þeirri vegalengd sem flytja þarf. Nú er svo komið að nærri 80% bókatitla er prentaður erlendis og íslenskir skattgreiðendur fjármagna í raun niðurgreiðslu bókaútgefenda óháð því hvar bækurnar eru prentaðar eftir að sú ákvörðun var tekin að endurgreiða 25% af öllum útgáfukostnaði við íslenskar bækur. Það skýtur skökku við þegar stjórnvöld vilja standa við metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. Það ætti að horfa til umhverfissjónarmiða í reglugerðum í víðari skilningi en nú er gert, til dæmis hvert sé kolefnisspor bókaútgáfunnar. Með því að prenta innanlands, léttum við kolefnissporið. Mistök Við fögnum stuðningi stjórnvalda við íslenska bókaútgefendur en viljum árétta að það eru stórkostleg mistök að styðja ekki við íslensk prentfyrirtæki um leið og að það er raunveruleg hætta á því að sérfræðiþekking á prentsmíði, prentun og bókbandi glatist hér á landi. Það ætti að styðja við íslensk prentfyrirtæki og skilyrða styrk til íslenskra útgefenda því að prentað sé innanlands. Vegna þess að kolefnissporið er léttara í samanburði við erlend prentfyrirtæki og til að vernda störf og þekkingu fagfólks sem starfar í iðnaðinum. Réttum af kúrsinn Um 800 manns starfa í prentiðnaði á Íslandi í hátæknivæddum þjónustufyrirtækjum þar sem starfar fagfólk í prentun, bókbandi og grafískri miðlun. Staða þessa fagfólks í iðnaðinum fer sífellt versnandi og það má ekki draga það að taka réttar ákvarðanir í þágu umhverfis og þessa sjálfbæra iðnaðar sem hefur að auki mjög sterka tengingu við sögu okkar, tungumál og menningu. Það skiptir miklu máli að rétta af kúrsinn núna og að stjórnvöld sýni að þau ætli raunverulega að taka ábyrgð í umhverfismálum og styðja um leið við atvinnustarfsemi sem leggur áherslu á sjálfbærni. Nytjaskógar gegn loftlagsáhrifum Við teljum að lítill stuðningur við iðnaðinn stafi að hluta til af skorti á þekkingu á sjálfbærni þessa iðnaðar og að mýtur um pappírs- og prentiðnað séu lífseigar. Nýverið var gefið út fræðslurit um sjálfbærni pappírs. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs- og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi nytjaskóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggir að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í samstarfi IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, GRAFÍU stéttarfélags og pappírsinnflytjenda. Stuðst er við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar og styðjast eingöngu við vísindalegar rannsóknir. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir nytjaskógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og sem nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Á einu ári tekur þroskað tré til sín um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefur frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma. Skógar eru okkur dýrmætir og hafa hlutverk í baráttu okkar gegn loftlagsáhrifum. Borið hefur á því að stjórnvöld og stofnanir haldi því fram að það sé í þágu umhverfisverndar að hafna viðtöku efnis á pappír, nú síðast Reykjavíkurborg, sem sendi öllum borgarbúum límmiða sem gefur þeim valkost að hafna bæklingum, blöðum og markpósti. Það er skiljanlegt að fagfólk í prentiðnaði sárni framtakið og minni á metnað sinn í umhverfismálum. Harðnandi barátta Íslenskur prentiðnaður hefur síðustu ár átt undir högg að sækja í vaxandi samkeppni við prentun á erlendum mörkuðum. Íslensk prentfyrirtæki hafa verið undirboðin af erlendum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu. Í könnun, sem framkvæmd var af Bókasambandi Íslands haustið 2019, kemur fram að 78% þeirra íslensku bóka sem gefnar eru út fyrir jólin 2019 eru prentaðar erlendis. Hlutfallið var 80% árið á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá sögulega þróun í prentun íslenskra bóka erlendis. Fyrir fjölbreytt atvinnulíf, menningu og efnahag þjóðarbúsins skiptir miklu máli að prentiðnaður fái að dafna hér á landi. Jafnframt að þeir sem hafa stundað nám og eru að stunda nám í þessum lögvernduðu starfsgreinum fái tækifæri til þess að vinna við sitt fag. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að taka ábyrgð í umhverfismálum og hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að Íslandi verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2040. Íslensk prentfyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki enda eru þau í fararbroddi í umhverfismálum. Höfundar eru Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins GRAFÍU, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og Kristjana Guðbrandsdóttir, sviðstjóri prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslensk prentfyrirtæki eru brautryðjendur í umhverfismálum en þrátt fyrir það færist prentun í stórauknum mæli út fyrir landsteinana. Ríkisfyrirtæki og stofnanir prenta reglulega gögn og bækur í erlendum prentsmiðjum og taka lægsta tilboði þrátt fyrir þyngra kolefnisspor. Þá bera bæði fyrirtæki og stofnanir fyrir sig umverfisvernd þegar skorið er niður í prentun á fræðslu- eða markaðsefni. Þetta er þarft umfjöllunarefni enda byggir ákvarðanataka fyrirtækja og stjórnvalda stundum á sleggjudómum um pappírs- og prentiðnað. Þungt kolefnisspor Árið 2016 reiknaði Efla verkfræðistofa kolefnisspor stærstu prentsmiðju landsins. Útreikningarnir sýndu meðal annars að bók sem er prentuð hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352% þyngra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi. Hlutur raforkunotkunar er veigamikill þáttur í kolefnissporinu í þeim löndum þar sem raforkan er ekki framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum og þá skiptir flutningavegalengd miklu máli. Innflutningur á tilbúinni bók vegur allt að 24% af heildarkolefnisspori bókar, og fer eftir þeirri vegalengd sem flytja þarf. Nú er svo komið að nærri 80% bókatitla er prentaður erlendis og íslenskir skattgreiðendur fjármagna í raun niðurgreiðslu bókaútgefenda óháð því hvar bækurnar eru prentaðar eftir að sú ákvörðun var tekin að endurgreiða 25% af öllum útgáfukostnaði við íslenskar bækur. Það skýtur skökku við þegar stjórnvöld vilja standa við metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. Það ætti að horfa til umhverfissjónarmiða í reglugerðum í víðari skilningi en nú er gert, til dæmis hvert sé kolefnisspor bókaútgáfunnar. Með því að prenta innanlands, léttum við kolefnissporið. Mistök Við fögnum stuðningi stjórnvalda við íslenska bókaútgefendur en viljum árétta að það eru stórkostleg mistök að styðja ekki við íslensk prentfyrirtæki um leið og að það er raunveruleg hætta á því að sérfræðiþekking á prentsmíði, prentun og bókbandi glatist hér á landi. Það ætti að styðja við íslensk prentfyrirtæki og skilyrða styrk til íslenskra útgefenda því að prentað sé innanlands. Vegna þess að kolefnissporið er léttara í samanburði við erlend prentfyrirtæki og til að vernda störf og þekkingu fagfólks sem starfar í iðnaðinum. Réttum af kúrsinn Um 800 manns starfa í prentiðnaði á Íslandi í hátæknivæddum þjónustufyrirtækjum þar sem starfar fagfólk í prentun, bókbandi og grafískri miðlun. Staða þessa fagfólks í iðnaðinum fer sífellt versnandi og það má ekki draga það að taka réttar ákvarðanir í þágu umhverfis og þessa sjálfbæra iðnaðar sem hefur að auki mjög sterka tengingu við sögu okkar, tungumál og menningu. Það skiptir miklu máli að rétta af kúrsinn núna og að stjórnvöld sýni að þau ætli raunverulega að taka ábyrgð í umhverfismálum og styðja um leið við atvinnustarfsemi sem leggur áherslu á sjálfbærni. Nytjaskógar gegn loftlagsáhrifum Við teljum að lítill stuðningur við iðnaðinn stafi að hluta til af skorti á þekkingu á sjálfbærni þessa iðnaðar og að mýtur um pappírs- og prentiðnað séu lífseigar. Nýverið var gefið út fræðslurit um sjálfbærni pappírs. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs- og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi nytjaskóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggir að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í samstarfi IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, GRAFÍU stéttarfélags og pappírsinnflytjenda. Stuðst er við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar og styðjast eingöngu við vísindalegar rannsóknir. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir nytjaskógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og sem nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Á einu ári tekur þroskað tré til sín um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefur frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma. Skógar eru okkur dýrmætir og hafa hlutverk í baráttu okkar gegn loftlagsáhrifum. Borið hefur á því að stjórnvöld og stofnanir haldi því fram að það sé í þágu umhverfisverndar að hafna viðtöku efnis á pappír, nú síðast Reykjavíkurborg, sem sendi öllum borgarbúum límmiða sem gefur þeim valkost að hafna bæklingum, blöðum og markpósti. Það er skiljanlegt að fagfólk í prentiðnaði sárni framtakið og minni á metnað sinn í umhverfismálum. Harðnandi barátta Íslenskur prentiðnaður hefur síðustu ár átt undir högg að sækja í vaxandi samkeppni við prentun á erlendum mörkuðum. Íslensk prentfyrirtæki hafa verið undirboðin af erlendum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu. Í könnun, sem framkvæmd var af Bókasambandi Íslands haustið 2019, kemur fram að 78% þeirra íslensku bóka sem gefnar eru út fyrir jólin 2019 eru prentaðar erlendis. Hlutfallið var 80% árið á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá sögulega þróun í prentun íslenskra bóka erlendis. Fyrir fjölbreytt atvinnulíf, menningu og efnahag þjóðarbúsins skiptir miklu máli að prentiðnaður fái að dafna hér á landi. Jafnframt að þeir sem hafa stundað nám og eru að stunda nám í þessum lögvernduðu starfsgreinum fái tækifæri til þess að vinna við sitt fag. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að taka ábyrgð í umhverfismálum og hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að Íslandi verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2040. Íslensk prentfyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki enda eru þau í fararbroddi í umhverfismálum. Höfundar eru Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins GRAFÍU, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og Kristjana Guðbrandsdóttir, sviðstjóri prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri .
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun