Óskar Hrafn: Vildum halda því sem við stöndum fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 20:06 Óskar Hrafn var að mörgu leyti sáttur með leik sinna manna í dag. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15