Rangfærslur Fréttastofu ríkisins Svanur Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun