Leikarinn Brad Pitt er sagður vera genginn út og er nýja kærasta hans, Nicole Poturalski, 29 árum yngri. Nicole er þýsk fyrirsæta og hún talin vera mjög áþekk fyrrverandi eiginkonu Brad, Angelinu Joile. The Sun greinir frá.
Brad og Angelina skildu árið 2016 eftir tveggja ára hjónaband og eiga þau sex börn saman. Angelina fer með forræði barna þeirra.

Brad, sem verður 57 ára á árinu, og Nicole, sáust saman á flugvelli í París á gær þar sem þau reyndu að fara huldu höfði.
Nicole er eftirsóknarverð fyrirsæta í Þýskalandi og er sögð tala fimm tungumál. Hún á eitt barn og líkt og Brad þá hefur hún kosið að halda syni sínum frá sviðsljósinu að mestu.