„Fínpússaður“ Trump til sýnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 10:32 Donald og Melania Trump. AP/Evan Vucci Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira