Ver frelsi til að vera berbrjósta í sólbaði Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 07:53 Sífellt færri konur kjósa að fara í sólbað berbrjósta og er iðjan fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Getty Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna. Frakkland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna.
Frakkland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira