Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:11 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson þingmaður flokksins er meðflutningsmaður. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér. Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér.
Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent