Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 09:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/VILHELM Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA
Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira