Föngun og förgun koldíoxíðs: tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Berglind Rán Ólafsdóttir og Edda Sif Aradóttir skrifa 27. ágúst 2020 07:00 Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Orkumál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun