Hætti við að hætta eftir fregnir um kynferðislegt samband þeirra hjóna við ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 12:14 Becki og Jerry Falwell. AP/Steve Helber Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira