Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Sprengingin átti sér stað við þennan göngustíg í Heiðmörk. Google Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira