Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 13:30 Ein af hverjum þremur stúlkum og einn af hverjum fimm drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur hér á landi. Skjáskot Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00