Handbolti

Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina.
Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina. skjáskot/Selfoss TV

Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir.

Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur.

Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars:

Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19

„Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“

Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ.

Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina.

Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV

Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna.

Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×