Innlent

Hinu húsinu lokað vegna smits og rúm­lega þrjá­tíu starfs­menn í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hitt húsið er komið með aðsetur í Elliðaárdalnum.
Hitt húsið er komið með aðsetur í Elliðaárdalnum. Hitt húsið

Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. Hinu húsinu var lokað þegar í stað en ungmennin sem hljóta þjónustu Hins hússins voru ekki á staðnum þar sem starfsdagar starfsmanna voru í síðustu viku samkvæmt fréttaflutningi RÚV um málið.

Hitt húsið færði sig um set á Rafstöðvarveg en það var áður við Pósthússtræti í miðborginni. Forstöðumaður Hins hússins segir að erfitt sé að hefja starfsemi á þennan hátt þegar starfsemin er á nýjum stað og verið er að byggja hana upp.

Hitt húsið var við Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur en er nú við Rafstöðvarveg.Vísir/Vilhelm

Þá sé þetta erfitt fyrir ungmennin sem njóta þjónustu hins hússins, en það eru fötluð ungmenni í framhaldsskóla. Það sé viðkvæmur hópur og komi lokunin harðast niður á þeim. Miklu máli skipti fyrir skjólstæðinga Hins hússins að halda rútínu sem muni sennilega reynast mikil áskorun á meðan Hitt húsið er lokað.


Tengdar fréttir

Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum

Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni.

Kórónuveirusmit greindist á leikskólanum Huldubergi

Kórónuveirusmit er komið upp á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka leikskólanum í samstarfi við rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×