Boðar risapartý í júní í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 16:00 Josip Ilicic skoraði fernu í leiknum í gærkvöldi en það var enginn í stúkunni til að sjá það. Vísir/Getty Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira