„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 06:45 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Andrew Harnik Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira