Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira