Innlent

Innbrotsþjófur gómaður á hlaupum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af mjög ölvuðum manni á fertugsaldri í miðbænum.
Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af mjög ölvuðum manni á fertugsaldri í miðbænum. Vísir/Tumi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um innbrot í skóla Laugardalnum. Nánar tiltekið á fjórða tímanum og var karlmaður á fimmtudagsaldri handtekinn eftir að hann reyndi að hlaupa undan lögreglu.

Þýfinu, fartölvum og fleira, hafði hann komið fyrir í bakpoka og tösku sem hann var með, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af mjög ölvuðum manni á fertugsaldri í miðbænum. Sá var með leiðindi við starfsfólk og neitaði hann að greiða fyrir veitingar sem hann hafði fengið. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Alls voru 53 mál bókuð hjá lögreglunni frá fimm í gær til fimm í morgun og þar af voru sex ökumenn teknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×