Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2020 19:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira