Innlent

Vistaður í fanga­klefa í tengslum við líkams­á­rás í Grafar­vogi

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld stöðvaði lögregla bifreið í Grafarvogi í Reykjavík sem hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um að hafa tekið hana ófrjálsri hendi og er hann sömuleiðis grunaður um nokkur önnur brot, þar á meðal þjófnað og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einnig kemur fram í dagbók lögreglu að á ellefta tímanum í gærkvöld hafi verið óskað eftir aðstoð á skemmtistað í Grafarvogi vegna líkamsárásar. Einn einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Auk þess var tvisvar óskað eftir aðstoð lögreglu í miðbæ Reykjavíkur vegna einstaklinga sem létu illa að sögn lögreglu.

Nokkuð var um það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum í gærkvöld og nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×