Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 22:00 Hinn 26 ára gamli Ingvar Birgir Friðleifsson lentur á Heimaey á þriðja degi eldgossins. Mynd/Guðmundur Ómar Friðleifsson. 47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00