Fótbolti

Að­stoðar­lands­liðs­þjálfarinn fór yfir veik­leika og styrk­leika Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Freyr fór yfir veikleika og styrkleika Bæjara í gær.
Freyr fór yfir veikleika og styrkleika Bæjara í gær. vísir/skjáskot

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í fótbolta, segir að há varnarlína Bæjara geti skapað færi fyrir PSG en segir hins vegar að pressan þeirra sé mögnuð.

Freyr var í settinu hjá Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi þar sem hann greindi leik Bayern Munchen og Lyon í ræmur en Bæjarar unnu leikinn 3-0.

Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson og Jóhannes Karl Guðjónsson greindu leikinn ásamt Frey sem lék sér aðeins á teikniborðinu.

Hann benti m.a. á það að há varnarlína Bæjara geti skapað mótherjum þeirra pláss og svæði til að hlaupa í, eins og sást strax á 4. mínútu er Memphis Depay fékk sér færi.

Hann sagði hins vegar að pressa þeirra sé ansi mögnuð og sú orka sem fer í þann hluta leiksins.

Ivan Perisic og Serge Gnabry spila frekar en Phillippe Coutinho og Kingsley Coman því þeir eiga til að mynda bara fleiri orkumeiri hlaup og eru betri í pressunni.

Alla greininguna má sjá hér að neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Pressa Bayern

Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem skutu Bayern í úrslit

Þýskalandsmeistarar Bayern Munich eru komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu í 11. sinn. Sjáðu mörkin þrjú sem skutu þeim í úrslitaleikinn sem fram fer á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×