Íslenski boltinn

Þróttur vann og Þróttur tapaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hermann Hreiðarsson er þjálfari Þróttar Vogum.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari Þróttar Vogum. mynd/þróttur vogum

Öllum leikjum dagsins í Lengju- og 2. deild karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík tapaði á meðan Þróttur Vogum vann.

Þróttur Reykjavík - sem vann óvænt leik í síðustu umferð - töpuðu enn á ný í kvöld þegar Grindavík heimsótti Laugardalinn. Sigurður Hallsson og Guðmundur Magnússon komu gestunum 2-0 yfir í fyrri hálfleik. Oddur Bjarnason bætti við þriðja marki Grindvíkinga áður en Rojo Martinez minnkaði muninn fyrir Þrótt.

Mackenzie Heaney skoraði fjórða mark Grindavíkur áður en Martinez minnkaði muninn aftur þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-2 Grindavík í vil.

Grindavík er nú í 7. sæti með 14 stig eftir tíu umferðir á meðan Þróttur er í 11. sæti með fjögur stig.

Í 2. deildinni vann Þróttur Vogum 2-1 sigur á Kára en leikið var í Akraneshöllinni. Viktor Smári Segatta og Alexander Helgason komu Þrótti Vogum í 2-0 áður en Andri Júlíusson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 65. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Lokatölur 2-1 Þrótti í vil sem er nú með 19 stig, líkt og Selfoss, í 4. sæti deildarinnar. Aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Kórdrengja.

Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×