Krefjast þess að forseti Malí verði látinn laus Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 19:59 Frá malísku höfuðborginni Bamakó. Vísir/AP Ríkisstjórn Frakklands hefur krafist þess að valdaræningjar í Afríkuríkinu Malí sleppi forsetanum Ibrahim Boubacar Keita tafarlaust úr haldi en malíski herinn framdi valdarán í gær, þriðjudag. Valdaræningjarnir hafa lofað að haldnar verði kosningar í landinu og þangað til muni bráðabirgðaríkisstjórn fara með völdin í landinu. BBC greindi frá því að hermenn hafi verið ósáttir með kaup og kjör ásamt því að vera orðnir langþreyttir á átökum við vígamenn í landinu. Þá hafa íbúar Malí einnig snúist gegn Keita vegna meintrar spillingar og aukins ofbeldis í landinu. Keita hefur gegnt embætti forseta Malí síðan árið 2013 og sagði í ávarpi til þjóðarinnar að hann vildi ekki blóðsúthellingar til að halda völdum. Önnur ríki Afríku hafa fordæmt valdarán hersveitarinnar og það hefur fyrrum herraþjóð Malí, Frakkland, einnig gert. „Frakkland viðurkennir afsögn Ibrahims Boubacar Keita og gerir kröfu um að hann verði tafarlaust leystur úr haldi og valdið fært til malísku þjóðarinnar sem fyrst,“ sagði í yfirlýsingu utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian vegna valdaránsins. Frakkland Malí Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Ríkisstjórn Frakklands hefur krafist þess að valdaræningjar í Afríkuríkinu Malí sleppi forsetanum Ibrahim Boubacar Keita tafarlaust úr haldi en malíski herinn framdi valdarán í gær, þriðjudag. Valdaræningjarnir hafa lofað að haldnar verði kosningar í landinu og þangað til muni bráðabirgðaríkisstjórn fara með völdin í landinu. BBC greindi frá því að hermenn hafi verið ósáttir með kaup og kjör ásamt því að vera orðnir langþreyttir á átökum við vígamenn í landinu. Þá hafa íbúar Malí einnig snúist gegn Keita vegna meintrar spillingar og aukins ofbeldis í landinu. Keita hefur gegnt embætti forseta Malí síðan árið 2013 og sagði í ávarpi til þjóðarinnar að hann vildi ekki blóðsúthellingar til að halda völdum. Önnur ríki Afríku hafa fordæmt valdarán hersveitarinnar og það hefur fyrrum herraþjóð Malí, Frakkland, einnig gert. „Frakkland viðurkennir afsögn Ibrahims Boubacar Keita og gerir kröfu um að hann verði tafarlaust leystur úr haldi og valdið fært til malísku þjóðarinnar sem fyrst,“ sagði í yfirlýsingu utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian vegna valdaránsins.
Frakkland Malí Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira