KR er 32 mörk í mínus í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir stjórn Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020 Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira