Segir enga fá betri afslátt á raforku en garðyrkjubændur Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 10:30 Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, var gestur Bítismanna í morgun. RARIK/GETTY Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan.
Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Sjá meira
Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent