Óska eftir vitnum að grófri árás á fjórtán ára dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 10:33 Árásin var gerð við strætisvagnastoppistöð í Hamraborg í Kópavogi á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna. Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna.
Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30