Krefjast aukinna aðgerða og halda mótmælum áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 12:13 Björgum jöklunum voru skilaboð þessa mótmælanda við Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Vilhelm Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm
Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira