SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Vísir/AP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira