Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 11:20 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sakar SI um ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum um upprunaábyrgðir. vísir/vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30