Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 12:15 Birtingarmyndir vinnustöðvunar Eflingarfólks í Reykjavík eru margar,til að mynda hefur hún raskað sorphirðu í borginni. Vísir/efling Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48
Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?