Innlent

Ók inn í hóp af fólki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Stórholti í gærkvöldi og ók inn í hóp af fólki.
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Stórholti í gærkvöldi og ók inn í hóp af fólki. vísir/vilhelm

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Stórholti um klukkan sjö í gærkvöldi. Maðurinn ók fyrst utan í aðra bifreið en síðan inn í hóp af gangandi vegfarendum.

Um var að ræða fjóra erlenda ferðamenn að sögn lögreglu en kona í hópnum slasaðist á hendi og mjöðm.  Hún var skoðuð af sjúkraflutningmönnum á vettvangi og reyndust meiðsli hennar vera minniháttar.  Að auki varð lítið tjón á báðum bílunum.

Fyrr um daginn varð annað umferðarslys í Grafarholti þar sem maður velti bíl sínum í hringtorgi um klukkan sex.

Að sögn lögreglu varð slysið með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á steinhleðslu og bifreiðin valt á hliðina.  

Ökumaður og farþegi voru báðir í öryggisbelti en sögðust aumir í baki, hálsi og víðar. Báðir voru þeir fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeil og var bíllinn dreginn af vettvangi.

Í nótt varð síðan þriðja umferðaróhappið þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi á öðrum tímanum. Hann ók á vegrið en slapp blessunarlega við meiðsl. Bifreiðin er hinsvegar mikið skemmd og þurfti að kalla til dráttarbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×