„Er alltaf vondi kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 11:30 Darri ásamt Michelle og börnunum tveimur. Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira
Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira