Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi í Iðnó fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að með yfirlýsingum sínum hafi borgin þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað og kallar eftir staðfestingu borgarinnar á því. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, fagnar því að Efling vilji setjast við samningaborðið. Hún býst við því að sáttasemjari muni boða til fundar fljótt. Harpa vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin leggur í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Raunverulegt útspil frekar en tilraun til að fegra tilboð Að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar vegna málsins hafa fulltrúar félagsins áður bent á það ósamræmi sem sé milli þess tilboðs sem borgin kynnti hjá sáttasemjara þann 19. febrúar og svo þess hvernig tilboðinu var lýst í fjölmiðlum á sólarhringunum á eftir. „Í ljósi þess að engir fyrirvarar eða leiðréttingar hafa komið fram frá borginni síðan þá lítur samninganefnd Eflingar svo á að sú útgáfa tilboðs sem kynnt var í fjölmiðlum sé raunverulegt samningsútspil fremur en tilraun til að fegra það sem kynnt var á samningafundi. Meginatriði málsins er til hve margra starfsheita og starfsmanna á leikskólum borgarinnar tilboð borgarinnar nái og hvort það sé skilyrt af því að notast við handstýrða endurskilgreiningu starfsmats á einstökum störfum eða ekki. Yfirlýsingar borgarinnar frá því fyrir helgi er vart hægt að skilja öðruvísi en svo að tilboð borgarinnar nái til allra almennra ófaglærðra starfsmanna Eflingar á leikskólum og að það sé óskilyrt af handstýrðri starfsmatsbreytingu, enda var tilboðið kynnt með tilteknum krónutölum og með vísun í „starfsfólk Eflingar á leikskólum“ án fyrirvara. Í yfirlýsingunni fjallar samninganefndin ítarlega um þann skilning sem hún leggur í yfirlýsingar borgarinnar og óskar eftir viðræðum á þeim grunni, sé borgin sammála þeim skilningi,“ segir í tilkynningu Eflingar. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í síðustu viku.Vísir/Þórir Klóruðu sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar Greint var frá tilboði Reykjavíkurborgar á vefsíðu borgarinnar. Þar segir: Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.Heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur.Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu Lífskjarasamningsins. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að samninganefndin hafi klórað sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar í fjölmiðlum á tilboðinu í kjölfar fundarins hjá sáttasemjara. „Landsmenn sem fylgdust með fjölmiðlum hafa væntanlega skilið þetta sem tilboð um minnst 110 þúsund skilyrðislausa hækkun grunnlauna Eflingarfélaga sem eru í almennum ófaglærðum störfum á leikskólum. Þetta er ekki í samræmi við það sem var kynnt fyrir okkur í herberginu,“ segir Sólveig Anna. Þau kjósi að trúa því að ekki sé um að ræða markaðsmennsku eða fegrunaraðgerðir. „[…] heldur nýtt og endurbætt útspil af hálfu borgarinnar sem við erum tilbúin að líta jákvæðum augum. Ef það er réttur skilningur hjá okkur þá teljum við það mikilvægt skref í rétta átt. Við bjóðum borginni að staðfesta sameiginlegan skilning á þessu og hefja við okkur viðræður á þeim grunni, þar sem jafnframt verði viðurkennt að slíkar hækkanir þurfi einnig að ná til sögulega vanmetinna kvennastarfa utan leikskólanna, eins og við höfum alltaf krafist,“ segir Sólveig Anna.Yfirlýsingu Eflingar má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að með yfirlýsingum sínum hafi borgin þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað og kallar eftir staðfestingu borgarinnar á því. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, fagnar því að Efling vilji setjast við samningaborðið. Hún býst við því að sáttasemjari muni boða til fundar fljótt. Harpa vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin leggur í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Raunverulegt útspil frekar en tilraun til að fegra tilboð Að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar vegna málsins hafa fulltrúar félagsins áður bent á það ósamræmi sem sé milli þess tilboðs sem borgin kynnti hjá sáttasemjara þann 19. febrúar og svo þess hvernig tilboðinu var lýst í fjölmiðlum á sólarhringunum á eftir. „Í ljósi þess að engir fyrirvarar eða leiðréttingar hafa komið fram frá borginni síðan þá lítur samninganefnd Eflingar svo á að sú útgáfa tilboðs sem kynnt var í fjölmiðlum sé raunverulegt samningsútspil fremur en tilraun til að fegra það sem kynnt var á samningafundi. Meginatriði málsins er til hve margra starfsheita og starfsmanna á leikskólum borgarinnar tilboð borgarinnar nái og hvort það sé skilyrt af því að notast við handstýrða endurskilgreiningu starfsmats á einstökum störfum eða ekki. Yfirlýsingar borgarinnar frá því fyrir helgi er vart hægt að skilja öðruvísi en svo að tilboð borgarinnar nái til allra almennra ófaglærðra starfsmanna Eflingar á leikskólum og að það sé óskilyrt af handstýrðri starfsmatsbreytingu, enda var tilboðið kynnt með tilteknum krónutölum og með vísun í „starfsfólk Eflingar á leikskólum“ án fyrirvara. Í yfirlýsingunni fjallar samninganefndin ítarlega um þann skilning sem hún leggur í yfirlýsingar borgarinnar og óskar eftir viðræðum á þeim grunni, sé borgin sammála þeim skilningi,“ segir í tilkynningu Eflingar. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í síðustu viku.Vísir/Þórir Klóruðu sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar Greint var frá tilboði Reykjavíkurborgar á vefsíðu borgarinnar. Þar segir: Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.Heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur.Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu Lífskjarasamningsins. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að samninganefndin hafi klórað sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar í fjölmiðlum á tilboðinu í kjölfar fundarins hjá sáttasemjara. „Landsmenn sem fylgdust með fjölmiðlum hafa væntanlega skilið þetta sem tilboð um minnst 110 þúsund skilyrðislausa hækkun grunnlauna Eflingarfélaga sem eru í almennum ófaglærðum störfum á leikskólum. Þetta er ekki í samræmi við það sem var kynnt fyrir okkur í herberginu,“ segir Sólveig Anna. Þau kjósi að trúa því að ekki sé um að ræða markaðsmennsku eða fegrunaraðgerðir. „[…] heldur nýtt og endurbætt útspil af hálfu borgarinnar sem við erum tilbúin að líta jákvæðum augum. Ef það er réttur skilningur hjá okkur þá teljum við það mikilvægt skref í rétta átt. Við bjóðum borginni að staðfesta sameiginlegan skilning á þessu og hefja við okkur viðræður á þeim grunni, þar sem jafnframt verði viðurkennt að slíkar hækkanir þurfi einnig að ná til sögulega vanmetinna kvennastarfa utan leikskólanna, eins og við höfum alltaf krafist,“ segir Sólveig Anna.Yfirlýsingu Eflingar má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent