Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi í Iðnó fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að með yfirlýsingum sínum hafi borgin þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað og kallar eftir staðfestingu borgarinnar á því. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, fagnar því að Efling vilji setjast við samningaborðið. Hún býst við því að sáttasemjari muni boða til fundar fljótt. Harpa vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin leggur í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Raunverulegt útspil frekar en tilraun til að fegra tilboð Að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar vegna málsins hafa fulltrúar félagsins áður bent á það ósamræmi sem sé milli þess tilboðs sem borgin kynnti hjá sáttasemjara þann 19. febrúar og svo þess hvernig tilboðinu var lýst í fjölmiðlum á sólarhringunum á eftir. „Í ljósi þess að engir fyrirvarar eða leiðréttingar hafa komið fram frá borginni síðan þá lítur samninganefnd Eflingar svo á að sú útgáfa tilboðs sem kynnt var í fjölmiðlum sé raunverulegt samningsútspil fremur en tilraun til að fegra það sem kynnt var á samningafundi. Meginatriði málsins er til hve margra starfsheita og starfsmanna á leikskólum borgarinnar tilboð borgarinnar nái og hvort það sé skilyrt af því að notast við handstýrða endurskilgreiningu starfsmats á einstökum störfum eða ekki. Yfirlýsingar borgarinnar frá því fyrir helgi er vart hægt að skilja öðruvísi en svo að tilboð borgarinnar nái til allra almennra ófaglærðra starfsmanna Eflingar á leikskólum og að það sé óskilyrt af handstýrðri starfsmatsbreytingu, enda var tilboðið kynnt með tilteknum krónutölum og með vísun í „starfsfólk Eflingar á leikskólum“ án fyrirvara. Í yfirlýsingunni fjallar samninganefndin ítarlega um þann skilning sem hún leggur í yfirlýsingar borgarinnar og óskar eftir viðræðum á þeim grunni, sé borgin sammála þeim skilningi,“ segir í tilkynningu Eflingar. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í síðustu viku.Vísir/Þórir Klóruðu sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar Greint var frá tilboði Reykjavíkurborgar á vefsíðu borgarinnar. Þar segir: Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.Heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur.Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu Lífskjarasamningsins. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að samninganefndin hafi klórað sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar í fjölmiðlum á tilboðinu í kjölfar fundarins hjá sáttasemjara. „Landsmenn sem fylgdust með fjölmiðlum hafa væntanlega skilið þetta sem tilboð um minnst 110 þúsund skilyrðislausa hækkun grunnlauna Eflingarfélaga sem eru í almennum ófaglærðum störfum á leikskólum. Þetta er ekki í samræmi við það sem var kynnt fyrir okkur í herberginu,“ segir Sólveig Anna. Þau kjósi að trúa því að ekki sé um að ræða markaðsmennsku eða fegrunaraðgerðir. „[…] heldur nýtt og endurbætt útspil af hálfu borgarinnar sem við erum tilbúin að líta jákvæðum augum. Ef það er réttur skilningur hjá okkur þá teljum við það mikilvægt skref í rétta átt. Við bjóðum borginni að staðfesta sameiginlegan skilning á þessu og hefja við okkur viðræður á þeim grunni, þar sem jafnframt verði viðurkennt að slíkar hækkanir þurfi einnig að ná til sögulega vanmetinna kvennastarfa utan leikskólanna, eins og við höfum alltaf krafist,“ segir Sólveig Anna.Yfirlýsingu Eflingar má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að með yfirlýsingum sínum hafi borgin þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað og kallar eftir staðfestingu borgarinnar á því. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, fagnar því að Efling vilji setjast við samningaborðið. Hún býst við því að sáttasemjari muni boða til fundar fljótt. Harpa vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin leggur í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Raunverulegt útspil frekar en tilraun til að fegra tilboð Að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar vegna málsins hafa fulltrúar félagsins áður bent á það ósamræmi sem sé milli þess tilboðs sem borgin kynnti hjá sáttasemjara þann 19. febrúar og svo þess hvernig tilboðinu var lýst í fjölmiðlum á sólarhringunum á eftir. „Í ljósi þess að engir fyrirvarar eða leiðréttingar hafa komið fram frá borginni síðan þá lítur samninganefnd Eflingar svo á að sú útgáfa tilboðs sem kynnt var í fjölmiðlum sé raunverulegt samningsútspil fremur en tilraun til að fegra það sem kynnt var á samningafundi. Meginatriði málsins er til hve margra starfsheita og starfsmanna á leikskólum borgarinnar tilboð borgarinnar nái og hvort það sé skilyrt af því að notast við handstýrða endurskilgreiningu starfsmats á einstökum störfum eða ekki. Yfirlýsingar borgarinnar frá því fyrir helgi er vart hægt að skilja öðruvísi en svo að tilboð borgarinnar nái til allra almennra ófaglærðra starfsmanna Eflingar á leikskólum og að það sé óskilyrt af handstýrðri starfsmatsbreytingu, enda var tilboðið kynnt með tilteknum krónutölum og með vísun í „starfsfólk Eflingar á leikskólum“ án fyrirvara. Í yfirlýsingunni fjallar samninganefndin ítarlega um þann skilning sem hún leggur í yfirlýsingar borgarinnar og óskar eftir viðræðum á þeim grunni, sé borgin sammála þeim skilningi,“ segir í tilkynningu Eflingar. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í síðustu viku.Vísir/Þórir Klóruðu sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar Greint var frá tilboði Reykjavíkurborgar á vefsíðu borgarinnar. Þar segir: Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.Heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur.Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu Lífskjarasamningsins. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að samninganefndin hafi klórað sér í kollinum yfir framsetningu borgarinnar í fjölmiðlum á tilboðinu í kjölfar fundarins hjá sáttasemjara. „Landsmenn sem fylgdust með fjölmiðlum hafa væntanlega skilið þetta sem tilboð um minnst 110 þúsund skilyrðislausa hækkun grunnlauna Eflingarfélaga sem eru í almennum ófaglærðum störfum á leikskólum. Þetta er ekki í samræmi við það sem var kynnt fyrir okkur í herberginu,“ segir Sólveig Anna. Þau kjósi að trúa því að ekki sé um að ræða markaðsmennsku eða fegrunaraðgerðir. „[…] heldur nýtt og endurbætt útspil af hálfu borgarinnar sem við erum tilbúin að líta jákvæðum augum. Ef það er réttur skilningur hjá okkur þá teljum við það mikilvægt skref í rétta átt. Við bjóðum borginni að staðfesta sameiginlegan skilning á þessu og hefja við okkur viðræður á þeim grunni, þar sem jafnframt verði viðurkennt að slíkar hækkanir þurfi einnig að ná til sögulega vanmetinna kvennastarfa utan leikskólanna, eins og við höfum alltaf krafist,“ segir Sólveig Anna.Yfirlýsingu Eflingar má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. 20. febrúar 2020 10:20
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11