Blóðpeningar Örn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 10:00 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar