Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Elínar í morgun. vísir/epa Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars. Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars.
Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45