Þingsályktun er varðar Parísarsamkomulagið í þrjá mánuði hjá utanríkismálanefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 17:45 Formaður utanríkismálanefndar á von á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudaginn. Vísir/Hanna Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum. Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum.
Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira